Kvöldmaturinn.
Ég er alvarlega skotin í steinbít.
Steinbítur er sælkera matur.
Og ég fæ hann lang bestan hjá Hafið Fiskverslun
Alltaf svo ferskur og flottur.
Ég kaupi heilu flökin og búta svo til í steikur
Í kvöld græjaði ég rjómasósu með það er uppáhalds alla hér á mínum bæ.
Byrjaði á að steikja sveppi og papriku upp úr smjöri.
Þá tók ég grænmetið og setti til hliðar.
Bræddi smjör á pönnu með helling af hvítlauk og kóriander.
Steikti fiskinn og kryddaði með Creola kryddinu frá Pottagöldrum og berjasaltinu frá Urtu.
Fiskurinn verður alveg himneskur með þessari kryddblöndu.
Eins á grilli .
Svo skelti ég út í camenbert smur osti, vatni og grænmetiskrafti.
Og til að ná stemmingunni í hæðstu hæðir.....kaffi rjóma sletta yfir.
Ég borðaði með þessu yddaðann kúrbít en fjölskyldan kaus að fá sér spelt pastað frá Biona.
Sem er mjög gott pasta og eiginlega okkar uppáhalds pasta þessa dagana.
Þetta var algjört sælgæti <3