Hér áður gat ég ekki hreyft mig.
Því allt var of stórt.. líkaminn var sprungin.
Fyrir og svo núna....áfram heldur baráttan :)
Góðan daginn.
Er búin að vera í smá sjálfskoðun .
Finnst ég búin að vera svolítið neikvæð á árangur síðastliðina daga.
Já það koma svona dagar sjá mér :)
Ég einblíni svo á það sem eftir er.
Og get skammast útí magan á mér endalaust !
Veit ég mun þurfa hjálp þar ef hann á að vera eins og ég vil að hann verði.
En svo "sló " ég sjálfan mig á handarbakið!!
Hvaða magabull er þetta....."Hálft bakið er horfið"
Nú og allavega hálfur maginn :)
Öll meðulin mín eru útrunnin .
Og komin tími á að losa mig við þau síðustu út úr húsi i förgun.
Hef ekki þurft að taka nein meðul síðastliðin 2 ár .
Sem betur fer tókst mér það!!
Magi hvað ???
Í dag get ég stundað líkamsrækt og haft gaman af.
Hér áður gat ég ekki hreyft mig.
Því allt var of stórt.. líkaminn var sprungin.
Og það tók smá tíma að geta gert eitthvað af viti í Heilsuborginni.
Við verðum að einblína á það góða
Ég reyni eftir fremsta megni að gera það .
Hætta að velta sér upp úr smáatriðum.
Það eru öll litlu skrefin sem telja.
Bara það að halda áfram :)
Og aldrei gefast upp!!
Í dag er ég komin í gallann.
Ég er í hlýrabol.
Það er kraftarverk fyrir konu sem aldrei fór í annað nema langermaflík því ég skammaðist mín fyrir hendurnar mínar.
Það að mæta í stuttermabol í leikfimi var erfitt í byrjun.
Í dag er það hlýrabolur :)
Magi hvað??
Heilsuborginn bíður Inga súper þjálfari ætlar að koma okkur inn í helgina
Hún kann þetta stelpan.
Engin miskun þar
Eigið góðan dag.