Góðan daginn.
Jæja vöknuð í seljahverfinu
Eftir hreint út sagt frábæra ferð og mikil gleði.
Þreyttari en allt :)
Púkarnir sóttu á mig í morgun...
"Sefur nú bara út vinan....því mjög þreytt eftir erfiða ferð"
"Ferð nú ekkert að þvælast í erfiðan leikfimistíma núna"
"Sultuslök vinan þú ert ekki að fara eitt né neitt núna"
En í gallann er ég komin .
Það þýðir ekkert að svindla á sjálfri sér :)
Svoleiðis þreyttari en allt.
En hverjum er ekki sama.
Lífið er bara svona halda beina leið áfram.
Heila málið aldrei gefast upp í hálfnuðu verki.
Bara hafa gaman af þessu :)
Núna fer ég á fullt að safna markþjálfunartímum .
Og það tekur því varla að setja ferðatöskurnar niður í geymslu því London er eftir nokkrar vikur aftur.
Þá er það sýning sem dregur mig út .
Get aldrei alveg slitið mig frá þessari borg :)
Njótið dagsins.