Kósý sunnudagur.
Botn.
1/2 bolli Pekan hnetur
1/4 bolli möndlur frá Sólgæti ( ég notaði 3msk. möndluhrat sem var búið að þurka)
1/4 bolli bókhveiti flögur
1/4 bolli gott kakó (ég nota Raw cacao power)
1/4 bolli kokos flögur frá Sólgæti
4 Döðlur frá Sólgæti
1 tsk vanilludropar
2 bollar cashews frá Sólgæti
1/2 bolli möndlu mjólk (heimalöguð)
1 bolli kókosmjólk Biona
Safi úr einni sítrónu
2 döðlur
4 msk kókosolía Biona (fljótandi)
5 msk kókosolía (fljótandi)
5 msk kakó duft ...nota sykurlaust og gott kakó
4 msk síróp
Aðferð:
Blanda saman öllu hráefni fyrir botninn .
Nota form með lausum botni...með smellu á hlið.
Þrýsta vel niður í botninn hráefninu.
Þá skera jarðarber og raða í hring og þrýsta aðeins að forminu.
Blanda saman fyllingunni og hella ofan á botninn.
Ég vil hafa fylinguna silkimjúka
Og ef matvinnsluvélin er ekki nógu öflug þá skella aðeins í blandara og ná blöndunni alveg í silkigleði
Frysta í tvær klukkustundir þar til kakan nær að frjósa vel.
Þá hræra í súkkulaði hjúp og setja ofan á kökuna.
Skreyta með jarðaberjum og jafnvel bláberjum eða öðrum berjum.
Og kakan er tilbúin.
Losa smelluna á forminu þá er kakan laus.
Ég geymi restina inn í frysti
Þá á maður smá gleði reddý