Góðan daginn.
Ég á mér svo sannarlega draum
Hann hefur verið sá sami í rúm tvö ár núna.
Að hugsa það vel um sjálfan mig að ég geti lifað frísk !
Ég læt þennan draum rætast hægt og rólega.
Hugsa um mataræðið og nýt þess að æfa í Heilsuborginni
Ætla aldrei aftur að detta í martröðina ......
Ég kalla það matröðina þegar að ég var á mínum þyngsta punkti .
Því hugurinn var erfiður.
" Get-Skal-Vil "
Það eru mín hvatningarorð.
Voru frekar fjaræn í byrjun
Þegar að ég var með urrandi huga en líkamlega getu á við ekkert.
En þetta kemur allt saman ef maður bara gefst aldrei upp
Halda ótrauð áfram þótt það komi hraðahindranir og jafnvel fjöll að klífa
Heilsuborgin bíður mín í morgunsárið.
Elska föstudaga allir í góðum gír að gera sitt besta.
Hópurinn minn í gyminu er einstakur
Allar pæjurnar með markmiðin sín á hreinu.
GERA SITT BESTA.....og AÐEINS meira en það
Þá verður þetta svo gaman.
Að sjá að maður er ekki einn í þessu.
Lífið er til að njóta og leifa sér að dreyma
En prufaðu að láta drauma þína rætast.
Því það ótrúlega getur ræst
Eigið góðan dag