Góðan daginn.
Úff verulega lúin og eitthvað ekki alveg í standi í dag.
Mikill doði í fótum.....humm og það er alltaf smá scary upp á MS-ið að gera.
Búin að sofa vel og hvílast alveg kærkomið.
Ætla ekki á fulla ferð í dag.
En ekki ætla ég samt undir feld.
Heilsuborgin verður tekin þótt ekki ætli ég að fara yfir strikið þar í dag.
Heila málið er að gefast aldrei upp.
Og það er hreinlega ekki í boði.
Á svona stundum getur maður dottið í smá pirring.
Og byrjað að rífa sjálfan sig niður,
En þá er gott að vita að það er ekki í boði
Lífið er allskonar og ekkert við því að gera.
Bara spila sínum spilum eftir gjöf :)
Einn ljós punktur við þennan dag....."Ég þarf ekki að vökva garðinn"
Sjáið til alltaf eitthvað til að koma bros á vör :)
GET-SKAL-VIL .
Eigið góðan dag.