Góðan daginn.
Ekkert er betra en að vakna við glaða sólskín :)
Og það er einhvernvegin svo dásamlegt að sumarið sé farið að kíkja .
Sat meira að segja úti í sólinni og drakk morgunkaffið mitt.
Lét mig dreyma um risa grænmetisuppskeru og garð fullan af sumarfjöri <3
Öll litlu skrefin sem ég tek á hverjum degi í átt að betra og léttara lífi :)
Það er það sem skiptir mig öllu í dag.
Ætla hætta einblína á hvað ég á eftir mörg kíló að missa :)
Heldur fagna því sem farið er og halda glöð áfram.
Róm var ekki byggð á einum degi :)
Það að breyta um lífsstíl er ekki eitthvað prógram sem tekur enda.
Ég er endalaust að breyta og bæta inn í nýja lífsstílinn.
Læra meira um líkamann og fæðuna.
Kynna mér heim sem er hálfgert "Tabú"
Það má varla ræða offitu nema neikvætt.
Engin má sagður feitur eða feit.
Því það er sárt.
Þannig þetta verður hálfgerður feluleikur.
Og endalaus megrun sem litlu skilar í leit að árangri við að verða nú í þeirri vigt sem samfélagið kallar eftir.
Ég þverneita því að gefast upp á minni offitu.
Held áfram og geri mitt besta til að líða ennþá betur á hverjum degi.
Það er ekki bara einn breiður vegur í þessu öllu.
Og ef maður gerir þetta af virkilegum kærleik til síns sjálfs er þetta auðveldara :)
Hætta að telja sjálfum sér trú um að maður sé hálf vonlaus því aukakílóin eru sjáanleg.
Heila málið er að líða vel....vera sáttur og ánægður í sínum eigin líkama.
Burt séð frá öllum aukakílóum eða skorti á kílóum.
Við erum öll að gera okkar besta .
Og það er það sem málið skiptir.
Ekki hvort vigtin ullaði á þig í morgun eða þitt sjállf byrjaði á niðurbroti í speglinum.
Hættum að dæma okkur sjálf úr leik.
Eigið góðan dag í sólinni .