Góðan daginn.
Eftir hreint út sagt frábært gærkvöld er sprottinn upp annar dásamlegur dagur
Ennþá með hlátursstrengi í andlitinu.
Og hvað er þá betra en að byrja daginn á Zumba.
Halda gleðinni áfram.
Ég er ein sú alstirðasta kona sem hægt er að finna í Zumba tímum :)
Er meira fyrir lóðin og lætin sem því fylgir.
En það er svo gaman að gera eitthvað sem maður er ekkert bestur í og hafa gaman.
Lifa lífinu lifandi. Njóta augnabliksins.
Leifa sér að vera pínu fíflalegur og njóta þess.
Lífið er alltof stutt til að hafa ekki gaman á hverjum degi.
Zumba er gleðistund og hún Eva gleðigjafi ætlar að tjútta inn helgina í Heilsuborginni.
Njótið dagsins .