Góðan daginn.
Komin mánudagur og strumparnir mínir komnir í páskafrí .
Svo gott að hafa svona frí og knús
En það má samt ekki sleppa því að hugsa extra vel um sjálfan sig
Þýðir ekkert að setja tærnar upp í loft og horfa á Páskaeggin og dreyma um dásemdina
Neibb áfram gakk.
Ég er komin í gallann og ætla taka á því vel þessa vikuna.
Komin vorhugur í mig og hlakka til að fara á þessa flottu sýningu í Birmingham
Svo eins gott að koma sér í leikfimið áður en maður mætir á svæðið
Annars er hreyfingin orðin stór partur af mínu lífi.
Liður bara alls ekki vel eftir nokkra daga frí úr Heilsuborginni....fæ fiðring í rassinn
Þarf að lyfta og finna að vöðvarnir eru á lífi
En síðan var ég að setja mér markmið.
Verð að koma mér aftur í útihlaup.
Reyndar lítið mál að reima skónna....stilla Ipodin og rjúka af stað.
En mér finnst þetta leiðinlegt.
Og núna er mitt markmið að finnast þetta skemmtilegt
Tek ekki í mál og harðneita að trúa því að þetta sé svona leiðinlegt.
Er það ekki bara svo að allt sem er manni erfitt sé leiðinlegt?
Svo núna er að koma sér í hlaupaform.
Útihlaupaform !
Sjáum til.
Ef þetta verður jafn leiðinlegt í lok sumars verður þetta þá bara tröllum gleymt
En það er eitthvað við þetta.
Að sjá fólk svífa áfram og eitthvað svo áreynslulaust.
Jább koma svo Sólveig!!
Helgin var flott .
Endalausar veislur og mikið stuð.
Kunna sér hóf er máið.
Kunni það alls ekki áður
Og bara varð sem jarðýta í svona veisluhöldum...þurfti að smakka allt og mikið af því.
EN núna vel ég það sem hollt er og nýt þess að borða :)
Áður var bara étið....en núna er notið.
Jæja þá er að koma sér í skónna reima vel og urrrra daginn í gang :)
GET-SKAL-VIL :)
Njótið dagsins.