Fara í efni

Af hverju sumir hafa hægari brennslu en aðrir og hvað þú getur gert ?

Hefurðu velt fyrir þér hvort sumir hafa náttúrulega hæga brennslu á meðan aðrir hraða? Erfðir okkar spila hlutverk þegar kemur að brennslu eða efnaskiptum líkamans og sumir hafa hraðari brennslu á meðan aðrir hægari. Í dag langaði mig að tala við þig um hvað er hægt að gera í þessu svo þú getir aukið brennsluna ef það er óskandi og hver afleiðingin er á því að vera með hæga eða hraða brennslu.
Af hverju sumir hafa hægari brennslu en aðrir og hvað þú getur gert ?

Hefurðu velt fyrir þér hvort sumir hafa náttúrulega hæga brennslu á meðan aðrir hraða?

Erfðir okkar spila hlutverk þegar kemur að brennslu eða efnaskiptum líkamans og sumir hafa hraðari brennslu á meðan aðrir hægari.

Í dag langaði mig að tala við þig um hvað er hægt að gera í þessu svo þú getir aukið brennsluna ef það er óskandi og hver afleiðingin er á því að vera með hæga eða hraða brennslu.


FYRST, HVAÐ ER BRENNSLA?

Brennsla eða efnaskipti er líffræðilegt ferli í flestum lífverum sem brýtur niður fæðu og notar næringarefnin sem orkugjafa. Ferlið snýr að því að brjóta niður fæðuna og hleypa næringarefnum inn í blóðrásina og til frumna sem síðan er notuð til þess að byggja upp og endurnýja vefi líkamans. Þetta ferli er þinn grunn efnaskiptiahraði (BMR) sem hefur mikil áhrif á þyngd þína og getu til að léttast.

HRÖÐ BRENNSLA

Á yfirborðinu, hljómar það vel að hafa hraða brennslu því þá geturðu borðað hvað sem er og ekki þyngst neitt, ekki satt? Aftur á móti er kenningin ekki eins góð og hún virðist vera þar sem einstaklingar með hraða brennslu borða yfirleitt mikið af kalóríum á dag einungis til að finna ekki fyrir hungri og hjá sumum er mikið af þeim mat ríkur af kalóríum,  mettaðri fitu, sykri og salti. Allt sem er ekki gott fyrir heilsu okkar og getur leitt til aukinnar hættu á hjartasjúkdómum, háu kólesteróli og sykursýki.

Hröð brennsla getur verið af völdum erfða, kyni og aldri en einnig orsök af ofvirkum skjaldkirtli, reykingum og/eða streitu. Þau síðari er hægt að meðhöndla með heilbrigðum lífsstíl og aukinni núvitund og sjálfsumhyggju. Ef þú telur þig vera með hraða brennslu mundu þá að gefa þér næringarríka fæðu, borða reglulega og ljúka máltið þar sem þú ert mett/ur en ekki að springa.

HÆG BRENNSLA

Hæg brennsla getur komið til vegna hormóna ójafnvægis því þegar við eldumst missum við testósterón sem hjálpar okkur að hafa stjórn á vöðvamassa. Því meiri vöðva sem við höfum, þeim mun fleiri hitaeiningum brennum við. Að byggja upp vöðva getur því hjálpað þeim sem hafa hæga brennslu.

Alveg eins og ofvirkur skjaldkirtill getur valdið hraðari brennslu getur vanvirkur skjaldkirtill valdið hægari brennslu. Að svelta eða fasta líkaman getur ýtt undir latan skjaldkirtli og því er algjört lykilatriði að borða morgunmat þó svo það sé lítið og passa að halda blóðsykurstigi líkamans í jafnvægi yfir daginn með því að borða reglulega næringaríka fæðu og forðast sykur.

Þrátt fyrir að streita getur hraðað brennslu getur hún einnig hægt á brennslu vegna hækkun á korísól stigum við þyngdaraukningu. Með því að sinna sálinni og þér geturu dregið úr streitu og hjálpað líkamanum að auka brennsluna og orku.

Ef þú telur þig vera með hæga brennslu prófaðu einnig að bæta við reglulegri hreyfingu og uppbyggingu vöðva, borða regulega næringarríkar máltíðir og með því geturðu byrjað að koma betra jafnvægi á brennslu og orku.

Ef þér líkaði við greinin endilega smelltu við like hér og deildu með vinum á facebook ;)

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi