Þeir sem hafa leitað að bragðgóðum óáfengum partýdrykk en ekki haft árangur sem erfiði geta fagnað því til landsins er kominn óáfengur lífrænn engiferbjór frá Naturfrisk í Danmörku sem framleiðir einnig hið geysivinsæla Naturfrisk engiferöl, appelsínugos, bitter lemon og aðra ljúffenga drykki. Bjórinn er bruggaður úr fyrsta flokks lífrænum hráefnum og inniheldur mikið magn af engiferi og passar vel einn og sér eða jafnvel sem bland í góðan kokteil.