Góðan daginn
Skil ekki alveg hvernig þessi veröld virkar.
Eigum við ekki öll að hreyfa okkur?
En samt er ekki til föt fyrir alla.
Bjartur flottur dagur framundan.
Sólin bara alveg búin að koma sér fyrir hérna í Seljahverfinu og hitastigið hækkar .
Þetta kallar nú bara á garðvinnu.
Ætli ég reyni ekki að koma mér í gírinn.
En fyrst er að koma sér í Heilsuborgina.
Taka vel á og hita upp fyrir daginn :)
Þessi mynd er einhvernvegin alveg minn fataskápur þessa dagana.
Verð að fara leiðrétta þetta :)
Þegar að ég byrjaði í Heilsuborginni átti ég einar leikfimisbuxur .
Og einn bol!
Fór út um allan bæ að leita af smart dressi.....ekki ein búð gat selt mér eitt né neitt.
Passaði ekki í neitt.
Svo ég þvoði þetta eina dress daglega og setti á ofninn!
Gerði þetta í all nokkurn tíma.
Eða þangað til ég fór í stafagöngu um Hveragerði og endaði í tuskubúðinni
Þar fann ég eitt dress í mikilli yfirstærð.
OK dressin voru orðin tvö
Semsagt átti til skiptana.
Ennþá á ég erfitt með að ganga inn í íþróttaverslanir hérna heima.
Finnst alltaf eins og ég passi ekki þar inn.
Nike bolur í xxl passar ekki ennþá á mig.
Hvað er það??
Ég versla öll mín leikfimisföt nánast í útlöndum.
En fæ á mig föt núna Intersport.
Og kaupi buxur og boli í einhverju merki sem passar á stóra konu
Skil ekki alveg hvernig þessi veröld virkar.
Eigum við ekki öll að hreyfa okkur?
En samt er ekki til föt fyrir alla.
En núna er semsagt ástandið orðið þannig að ég á orðið meira af fötum í ræktina en dagsdaglega.
Já lífið er breytilegt.
Ætla laga þetta í London í mai :)
Hlakka til.....en hvað er það að allt í einu langar mig mest í einn bol í viðbót og marga ræktar skó :)
Vantar nýja hlaupaskó ...því ég nota núna tveimur númerum minna en áður svo flest allir skórnir mínir orðnir "Sullskór"
Já þetta gerist allt hægt og rólega
Einn dagur í einu.
Eigið góðan dag .