Hvorugt… eða kannski bæði?
Það virðist sem við Íslendingar höfum svolítið verið að hallast meira að te enda hefur tedrykkja okkar farið upp um 38% á síðustu 10 árum.
En hvað er svona sérstakt við te? Ég tók mig til og heyrði í Ölmu hjá Te félaginu til að spyrja hana spjörum út í te og af hverju við ættum nú að drekka það til að byrja með.
Te félagið var stofnað af fjölskyldu úr vesturbæ reykjavík með það markmið að fræða aðra um te og koma þeim sem drekka te saman. Þau reka skemmtilegan áskriftaklúbb þar sem þau senda te mánaðarlega til áskrifenda ásamt því að selja til veitingastaða og reka verslun www.tefelagid.is.
“Það ættu allir að drekka te því það er fyrst og fremst fjölbreyttur og skemmtilegur drykkur. Te er sá drykkur sem er næst mest drukkinn í heiminum á eftir vatni. Það sem er skemmtilegt við tedrykkju er að fjölbreytnin er mikil og fer bæði eftir því hvernig teið er bruggað, hvernig það er unnið og hvar það er framleitt. Í Bandaríkjunum er te aðallega drukkið kalt, í Englandi er aðallega drukkið svart te á meðan grænt te er vinsælast í Kína” sagði Alma
Te er frábært fyrir heilsuna bætir Alma við og mælir hún sérstaklega með te sem valkost í stað annarra drykkja. Til dæmis með því að fá sér tebolla í stað gosdrykkja ertu strax búinn að minnka magn hitaeininga og sykurs sem þú neytir yfir daginn.
Telaufin eru stútfull af andoxunarefnum og hafa jákvæð áhrif á brennslu.
“Te er nánast algjörlega hitaeiningasnautt og er því frábær valkostur þegar kemur að því að drekka heilsusamlegan drykk. Með því að drekka Matcha te ertu að njóta allra kosta telaufsins vegna þess að það er mulið niður í duft og drukkið með vatninu. Í því eru meiri vítamín og andoxunarefni en til dæmis í tedrykk sem er bruggaður úr laufunum þar sem sum næringarefnin eru ekki uppleysanleg í vatni. Við mælum almennt ekki með tei sem töfralausn við örvun á brennslu eða við að auka orku en það er alveg á hreinu að tedrykkja er jákvætt skref í átt að heilbrigðari lífsstíl.“ segir Alma og getum við algjörlega verið sammála þessu
Fyrstu skref í tedrykkju
“Fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í tedrykkju mælum við sérstaklega með því að prufa að koma í áskrift hjá Tefélaginu á vefsíðunni okkar. Það er skemmtileg leið til að upplifa fjölbreyttan heim tesins. Vinsælasta teið á vefsíðunni okkar er Hvíti riddarinn en það er fyrsta teið sem við sendum áskrifendum. Mjög bragð- og lyktarmikið hvítt te sem er blandað suðrænum ávöxtum. Lyktin er jafn góð og bragðið – við lofum því. “
"Pu-erh er einnig áhugavert te en það er eina teið sem er látið gerjast og mótað í stórar kökur. Það te er eiginlega eins og gott vín að því leitinu til að það verður betra með aldrinum og fólk sækist sérstaklega í ákveðna árganga frá vissum svæðum - eitthvað sem við þekkjum vel úr heimi rauðvínsins. Pu-erh er oft sagt vera frábært til að aðstoða við meltingu." Bætir Alma við.
Ættir þú að skipta úr kaffinu
Eitt af stóru skrefunum sem konur og hjón gera hjá mér, Júlíu, í heilsumarkþjálfun er að minnka eða taka út kaffið. Hvernig mæli þið með því að það sé best að byrja?
“Við höfum heyrt frá þeim sem eru að skipta úr kaffi yfir í te að árangursríkast sé að byrja í svörtu tei. Það er aðeins meira koffín magn í því en til dæmis hvítu og grænu tei og þar af leiðandi fráhvörfin ekki eins slæm :) Við mælum því með góðu Earl Grey sem fyrsta sopa úr kaffi í teið”
Þið finnið meira um Tefélagið á www.tefelagid.is eða facebook.com/tefelagid
Deildu greininni með vinum á facebook til að segja þeim frá heilsukostum te drykkju.
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi