Að komast út úr svona þungum líkama er ótrúleg vinna.
Og oft á tíðum langar mig bara að gefast upp á þessu öllu .
En þá kemur VILJINN.
Allt er hægt með viljan að vopni.
Góðan daginn.
Jæja aðeins að víkja burt þessi slappleiki.
Svo ætla hendast í Elliðardalin taka svona 8 kílómetra göngu og flensan ætlar að vera heima á meðan
Getur bara beðið ....ekki bað ég hana að hanga með mér :)
Þessi mynd er svo mikið æði.
Nákvæmlega svona upplifi ég mig í dag.
Hægt og rólega kemst ég út úr þessum alltof stóra þreytta líkama.
En ekki eitt augnablik ætla ég að lasta líkamann minn þótt stór hafi verið orðin.
Því bara það að hafa getað haldið mér uppi og virkað með alla þessa vigt...úff.
Bara virði það og vinn í dag með líkamanum en ekki á móti :)
Skal komast út úr viðjum offitu.
Allt er hægt.
Bara þrusu vilja í verkið.
Rosalega þolinmæði og vilja til að læra endalaust af misstökum.
Þessi vegur er ekki beinn.
Að komast út úr svona þungum líkama er ótrúleg vinna.
Og oft á tíðum langar mig bara að gefast upp á þessu öllu.
En þá kemur VILJINN.
Jæja þá er að finna rigningadressið og njóta útiveru.
Aldrei gefast upp.
Heldur sjá sjálfan sig fyrir sér sem hraust topp eintak sem getur allt.
Njótið dagsins .