Líkt og við hugsum um líkama okkar, bæði með hreyfingu og næringu, þá þurfum við líka að hugsa um hugann og það getum við gert með aðstoð núvitundar. En eins og byggjum upp vöðvana okkar þurfum við að stunda núvitund reglulega svo við styrkjumst og finnum jákvæð áhrif.
Núvitund (mindfulness) er náttúrulegur eiginleiki hugans til að vera meðvitaður hér og nú um það sem er að gerast á meðan það gerist og án þess að dæma það á nokkurn hátt.
Hægt er að þjálfa sig á kerfisbundin hátt í því að stunda núvitund.
Hugsaðu þér að þú sitjir með kaffibollann þinn, í friði, og njótir lyktarinnar, bragðsins og snertingunnar við bollann. Þú hugsar ekki um hvað þú þarft að gera næst eða hvað annað sem þú kannt að leiða hugann að. Þú ert bara í núinu, á þeirri stundu sem þú drekkur kaffið þitt.
Fyrsta skrefið í núvitund er að slökkva á „sjálfsstýringunni“ og taka eftir því þegar hugurinn reikar. Hugur okkar er oft meira fjarverandi en í núinu. Með núvitund vinnum við að því að slökkva á þessari „sjálfstýringu“, þar sem hugurinn reikar og ekkert bil er milli hugsana, án þess að við áttum okkur á því. Hugsunin er að upplifa betur núlíðandi stund án sífelldra hugsana um fortíð og framtíð.
Staðreyndin er sú að hugur okkar er að mestu fjarverandi. Rannsóknir hafa sýnt að við erum ekki nema 1-10 sekúndur í einu í núinu, á milli hugsana eða truflana.
Á “sjálfstýringu“ getum við hugsað okkur að við fylgjum okkar rútínu hálf sofandi; keyrum í vinnu án þess að átta okkur á því hvernig við komumst þangað, drekkum kaffið okkar án þess að finna almennilega bragðið, og höfum áhyggjur af framtíð og fortíð sem leiðir oft til streitu og þreytu.
Núvitund snýst um að taka eftir því þegar hugsanirnar yfirtaka eða trufla, taka eftir því þegar þú nærð að búa til bil á milli hugsana og virkilega skynja umhverfið þitt.
Núvitund og hugleiðsla hafa orðið vinsæl á undanförnum árum og ekki að ástæðulausu. Við erum sífellt á hraðferð, erum að „múltítaska“ og gefum okkur sjaldan tíma til að vera í núinu og „burn-out“ er ekki óalgengt í samfélaginu okkar í dag. Einnig hafa óteljandi rannsóknir sýnt fram á jákvæð áhrif núvitundar og hugleiðslu á heilsuna.
Stoppaðu og taktu eftir augnablikinu. Hvað sérðu? Hvað finnurðu? Hvaða lykt finnurðu? Hvað heyrirðu?
Þú lærir að sætta þig við augnablikið eins og það er, í stað þess að reyna að breyta því. Þegar þú tekur eftir að þú ert farin að hafa áhyggjur af næsta degi, næstu viku eða jafnvel næstu árum geturðu notað umhverfið til að komast aftur í núið.
Taktu þér tíma og róaðu þig niður. Í samræðum skaltu hlusta á hvað fólk er að segja í stað þess að bíða eftir að geta svarað eða hugsa um eitthvað annað á sama tíma.
Þegar hugsanir um fortíðina koma upp, t.d. hvað þú hefðir átt að gera öðruvísi, þá er gott að nota núvitund. Það er allt í lagi að hugleiða það sem gerst hefur ef maður notar það á uppbyggilegan hátt og til að læra af því en alls ekki til að brjóta sig niður.
Farðu í göngutúr og hlustaðu á fuglana syngja. Líttu upp til himins og taktu eftir t.d. skýjum eða flugvélum. Ef það eru dökk ský, ekki dæma þau heldur taktu bara eftir. Finndu hvernig jörðin er undir skónum þínum og taktu eftir því hvernig fæturnir hreyfast.
Ekki horfa á klukkuna á meðan þú hreyfir þig og bíða þess að tíminn sé liðinn. Einbeittu þér að þessu andataki og taktu eftir hreyfingunnisem þú framkvæmir og vöðvunumsem þú notar. Hvaða tilfinningar koma upp? Hvernig bregstu við þegar hjartslátturinn verður hraður? Hvernig er andardrátturinn?
Jóga er tilvalin hreyfing í þetta enda er jóga svokölluð núvitundarhreyfing.
Þrátt fyrir að við þekkjum það vel að litlir gormar eigi það til að banka upp á, getur baðherbergið, þar fyrir utan verið staður þar sem þú færð frið. Skildu símann eftir og einbeittu þér að núinu á meðan þú ert í baði. Finndu hita vatnsins, friðinn og líkamann. Ef þú kýst sturtuna frekar er líka hægt að gera það sama í sturtu. Vatnið hefur góð áhrif á okkur og mörgum finnst áhrif núvitundar magnast í vatni.
Núvitund getur aukið virkni í vinstri hluta framheila sem hefur áhrif á hæfni okkar á ýmsum sviðum, eins og til dæmis bjartsýni, sjálfsstjórn, samúð og sköpun. Sköpun getur svo einnig hjálpað okkur við að komast í núvitundarástand.
Að njóta matarns í núvitund eða svokallað „Mindful eating“ er að njóta án þess að gera annað á meðan, t.d. vera í símanum, tölvunni eða lesa blaðið. Einbeittu þér að sjálfum matnum, bragðinu, áferðinni og lyktinni. Njóttu þess án þess að flýta þér. .
Áveddu að setja öll tæki til hliðar á fjölskyldutíma og einblíndu á að vera 100% til staðar fyrir börnin þín og maka. Hlustaðu á það sem þau segja og endurtaktu það jafnvel til baka. Horfðu djúpt í augun á þeim og reyndu að vera með hugann algjörlega á því sem þið eruð að gera saman, ekki að hugsa um kvöldmatinn eða verkefni dagsins.
Slík hugleiðsla getur hjálpað þér að losa um streitu og þróa núvitund í skynjun líkamans, frá toppi til táar. Dæmi um það er líkamsskönnun (bodyscan) og gangandi hugleiðsla. Í næstu viku ætlum við að fjalla betur um ólíkar aðferðir hugleiðslu.
Eru ýmiskonar aðferðir til þess að ná fram slökun eða hugleiðslu og eru einnig góðar til þess að þjálfa núvitund. Þú getur lesið meira um þessar aðferðir í næstu viku.
Í Valkyrjunum í maí einblínum við á núvitund, hugleiðslu og sköpun því við erum sífellt að finna nýjar leiðir til þess að vinna með heilsuna okkar þar sem lífssýnin okkar hjá HIITFIT er ávallt heilbrigð sál í heilbrigðum líkama
Hefur þú prófað eitthvað af þessum aðferðum hér að ofan? Ef svo er, hver er þín uppáhalds?
Ef þér líkaði greinin vel, hjálpaðu okkur að koma skilaboðunum áfram með því að deila á samfélagsmiðlum.