Ekki byltingu – aðeins breytt viðhorf
Það þarf ekki að brjóta neitt til að frelsast og byrja að skína. Aðeins taka ábyrgð á eigin viðhorfum og forsendum.
Að ákveða tilgang sinn þýðir ekki að þú eigir að hætta í dagvinnunni þinni á morgun eða umbylta öllu þínu lífi. En manneskja sem lætur sér leiðast í venjulegri vinnu og breytir viðhorfum sínum með því að láta af vorkunn og viðnámi finnur ljósið og orkuna byrja að streyma á ný. Hún finnur fyrir auknum krafti með því einfaldlega að mæta á svæðið og leggja sig fram.
Hún tekur ábyrgð.
Ekkert kemur af sjálfu sér – en allt kemur af sjálfum þér.
Breyttar forsendur gagnvart dagvinnunni hafa í för með sér aukna orku og aukið vald í eigin lífi – tíðnin breytist og það smitast yfir á önnur svið lífsins.
Velsældin er hafin.