Sýnin getur verið ljós og framgangurinn hraður og sannfærandi, en ef ótti og skortur eru grunnurinn í markmiðum og tilgangi er engin kjölfesta í fram- ganginum – aðeins hvati og skortur sem mun á endanum leiða til vansældar en ekki velsældar.
Ef þú leyfir ekki framgang heldur pínir hann fram er ekki nokkur leið að hann muni endast; þá skortir þig alltaf úthald, því að úthald er ekki að kreppa hnefann heldur opna hann og leyfa lífinu að fara fram í eðlilegu flæði.
Talandi um úthald: Hver er munurinn á þolinmæði og óþolinmæði?
Hann er ekki svo mikill:
Með óþolinmæði þolirðu ekki mæðuna en með þolinmæði þolirðu mæðuna; lætur hana yfir þig ganga, kyngir henni.
Líf í velsæld felur enga þolinmæði í sér. Líf í velsæld inniheldur enga mæðu, enga raun – líf í velsæld er bara ljós og ást.