Öfgar eru andmæli við náttúruna.
– Hippókrates
Flestir sem koma til mín hafa reynt svo árum skiptir að breyta mataræðinu og þeir spyrja mig þessarar spurningar: „Af hverju hefur verið svona erfitt að breyta mataræðinu?“
Svarið er einfalt:
„Þú hefur ekki haft heimild til þess.“
Allt á sér sína tíðni. Við höfum verið hrædd við að breyta mataræðinu vegna þess að við vitum innst inni að það er nátengt tilfinningalegri líðan okkar. Og það er bátur sem getur virst hættulegt að rugga. Óttinn við breytingar er alveg jafn mikill þegar breytingarnar eru í eðli sínu jákvæðar. Að breyta mataræðinu sínu felur líka í sér að breyta breyta eigin sjálfsmynd og þátttöku sinni í samfélagi neyslunnar. Það sem flestir upplifa er sams konar niðurbrot og andstaða við breytingar og þegar þeir hætta drykkju – þeir passa ekki inn í samfélag neyslunnar og þurfa að finna sér nýjar forsendur. Við leitum svona auðveldlega aftur í sama farið vegna þess að við vitum að neysla á ákveðnum fæðutegundum kallast á við tilfinningarnar innra með okkur.