Við höldum áfram að birta ráð um matarsóun og koma þessar upplýsingar frá matarsoun.is. Í síðustu viku birtum við fyrri hluta greinarinnar, þú finnur linkinn inn á hana hér neðst í greininni ef þú misstir af henni um daginn. Fullt af góðum ráðum til að
minnka matarsóun, spara pening í leiðinni og minnka sporið þitt.
Þessi grein er eftir Selina Juul, stofnanda samtakanna Stöðvum matarsóun (Stop spild
av mad). Samtökin eru stærstu óháðu samtök Danmerkur sem vinna gegn matarsóun
http://www.stopspildafmad.dk
Haltu dagbók yfir matarafganga
Skráðu niður hversu miklum matvælum þú hendir. Með því verður þú meðvitaðri um að nýta
afganga og minna fer til spillis. Æfingin skapar meistarann.
Matarsóun verður töluvert minni, sérstaklega í tengslum við stórar máltíðir og veisluhöld.
Deildu matnum með nágrönnum
Ef þú hefur eldað of mikið, deildu afgöngunum þá með nágrönnunum. Bjóddu upp á
matarveislu fyrir nágrannana. Eftir stórar veislur er hægt að pakka afgöngum í ílát og leyfa
öðrum að njóta þeirra. Ef þú ert með rips- eða sólberjarunna í garðinum en hefur ekki tíma
til að nýta berin, notaðu þá samfélagsmiðla (eins og Facebook) og bjóddu vinum þínum og
eða nágrönnum að hirða þau. Með því muntu gleðja marga.
Á netinu er fjöldinn allur af áhugaverðum upplýsingum og hugmyndum af réttum úr
matarafgöngum svo sem á dönsku síðunum http://www.stopspildafmad.dk og http://www.madspild.dk.
Eins er hægt að fara á bókasafn og fá lánaðar bækur um nýtingu matarafganga. Selina Juul, höfundur þessarar greinar hefur t.d. gefið út eina sem heitir
„Stop spild af mad –en kokebok med mere.“
Hvað er hægt er að gera í verslunum og stórmörkuðum?Skipulagning er beitt vopn í baráttunni gegn matarsóun. Fyrir verlslunarferð er æskilegt að
setja upp áætlun um matseðil ásamt innkaupalista. Auðveldast er líklegast að nota
snjallsíma til að taka mynd af því sem finnst í kæliskápnum. Þá veistu hvað er til þegar þú
stendur út í búð og veltir fyrir þér hvað eigi að versla inn fyrir t.d. kvöldmatinn.
Farðu aldrei svangur eða svöng út í búð
Fáðu þér gjarnan banana eða eitthvað snarl áður en þú ferð út að versla. Ef þú ferð svangur eða
svöng út að versla áttu það á hættu að kaupa mun meira en það sem þú hefur
raunverulega þörf fyrir.
Hafðu stjórn á „innri hamstrarnum“ þínum
Margir eiga það til að hamstra mat, sérstaklega fyrir stórhátíðir. Það leiðir yfirleitt til þess
að við kaupum miklu meira en það sem við raunverulega þörfnums. Vegna breyttra laga um
opnunartíma verslanna eru margar þeirra opnar lengi, jafnvel á flestum helgidögum.
Svo er hugsanlega líka hægt að nýta sér netið við matarinnkaupin.
Veldu smærri innkaupakörfur og kerrur í verslunum
Fjöldi rannsókna sýna að innkaupakörfur og kerrur verslanna hafa farið stækkandi á
síðustu áratugum. Stór innkaupakarfa eða kerra hefur sálfræðileg áhrif og fær okkur til
að kaupa meira en við höfum not fyrir. Ef þú ætlar þér bara að kaupa það allra
nauðsynlegasta sem þig vanhagar um, veldu þá minnstu innkaupakörfurnar eða kerrurnar.
Það er líka mælt með að fólk haldi á innkaupakörfunni í stað þess velja eina með
hjólum sem hægt er að draga á eftir sér.
Leitaðu að matvælum sem eru að renna út á tíma Þetta á sérstaklega við ef þú ætlar að neyta
matvælanna strax. Margar verslanir bjóða fram vörur á niðursettu verði ef þær eru farnar að
nálgast síðasta söludag. Leitaðu að slíkum matvælum ef til stendur að nota þau fljótlega.
Taktu mjólkina sem er fremst í mjólkurkælinum Sérstaklega ef þú ætlar að nota hana strax.
Magnafsláttur er ávísun á matarsóun
Passaðu þig vel á öllum magnafsláttum. Láttu skynsemina ráða för. Notfærðu þér bara
tilboðin í þeim tilfellum ef þú veist að allt sem þú kaupir muni nýtast. Að öðrum kosti er
engöngu verið að fleygja peningum út um gluggann.
Leitaðu eftir ávöxtum og grænmeti sem eru ekki með „staðlað“ útlit
Veldu til dæmis staka banana en ekki í búnti, því annars eru líkur á að þeir endi í ruslinu. Of bogin gúrka eða gulrót bragðast nákvæmlega jafn vel og þær sem eru beinar í laginu. Og ef þú sérð eina illa útlýtandi appelsínu í pakkningu með t.d. 10 appelsínum, reyndu þá að
semja um að borga bara fyrir þær sem eru heilar.
Gæði umfram magn
Reyndu að hafa gæði umfram magn að leiðarljósi. Ef þú kaupir matvæli í hæsta gæðaflokki
eru meiri líkur á betri nýtingu þeirra, þau kosta jú yfirleitt meira. Hægt er að spara stórar
upphæðir á betri matarnýtingu. Reiknað hefur verið út að dönsk meðalfjölskylda geti sparað sér um
það bil 150.000 íkr á ári við að draga úr matarsóun. Þannig hefur þú efni á að gera
betur við þig í mat og drykk og keypt matvörur í hæsta gæðaflokki.
Verslaðu inn til margra daga
Reyndu að versla inn til margra daga í einu. Settu upp áætlun og leitaðu upplýsinga um það
hvernig hægt sé að töfra fram lystuga rétti úr afgöngum. Laxinn frá í gær gæti t.d. breyst í
spennandi laxasalat sem þykir jú herramannsmatur.
Flýttu þér heim þegar þú hefur lokið matarinnkaupunum
Maturinn í innkaupapokunum sem þú hefur geymt lengi í heitum bílnum á sólríkum
sumardögum breytist og getur orðið að algjörri bakteríubombu.
Hvað er hægt að gera á kaffihúsum, veitingarstöðum, í mötuneytinu eða í veislum?
Spurðu starfsfólkið eða gestgjafana um hvort þeir starfi eftir eða hafi einhverja áætlun
sem dregur úr matarsóun.
Hlaðborð er ávísun á matarsóun
Pantaðu þér frekar sérrétti í stað þess að kasta þér yfir hlaðborðið.
Pantaðu tvo forrétti
Ef þú hefur það á tilfinningunni að þér muni ekki takast að klára bæði forrétt og aðalrétt,
pantaðu þá frekar tvo forrétti.
Biddu um að fá að taka matarafganginn með þér heim
Það hefur færst í aukana að gestir taki matarafganginn, sem þeir náðu ekki að klára, með sér heim.
Margir veitingastaðir bjóða gestum upp á slíka þjónustu.
Við vonum svo sannarlega að þessir punktar hjálpi til við að draga úr matarsóun og kveiki í
góðum hugmyndum hjá ykkur.
Kveðja Heilsutorg