Þó þú hafir ekki heyrt orðin „fáðu þér 2 súkkulaðibita og hringdu í mig á morgun“ eftir heimsókn til hjartalæknisins þá getur súkkulaði haft góð heilsusamleg áhrif á hjartað.
Súkkulaði inniheldur flavonóíð (flavonoid) sem er ríkt af vítamín P og citrin sem eru öflug andoxunarefni. Samkvæmt Murray A. Mittleman, hjartasérfræðingi hjá Beth Israel Daeconess Medical Center verja efni eins og flavonóíð líkamann fyrir sindurefnum (free radicals) sem geta valdið skemmdum sem geta leitt til hjartasjúkdóma segir dr. Mittleman. Flavonóíð geta valdið slökun í æðakerfi líkamans og lækkað blóðþrýsting sem á móti dregur úr líkum á ákveðnum sjúkdómum eins og t.d. háþrýstingi og hjarta og æðasjúkdómum.
Fréttir af rannsóknum á heilsubótareiginleikum súkkulaðis fjölgar. Rannsókn sem framkvæmd var í Stokkhólmi sýndi að þeir sem borða súkkulaði minnka marktækt líkur á því að deyja úr hjartasjúkdómum.
Í rannsókninni var fylgst með einstaklingum sem fengið höfðu hjartaáfall samfellt yfir 8 ára tímabil. Þeir sem borðuðu súkkulaði voru bornir saman við þá sem ekki borðuðu neitt súkkulaði. Í ljós kom að þeir sem borðuðu súkkulaði vikulega minnkuðu líkur á dauðsfalli vegna hjartáfalls um 44 % og þeir sem borðuðu súkkulaði tvisvar í viku eða meira minnkuðu líkurnar um 66%.
Flavonóíð andoxunarefnið sem finnst í kakó er líklega skýringin á þessu segir Kenneth Mukamal læknir, einn af höfundum rannsóknarinnar.
Því dekkra sem súkkulaðið er því meira er af flavonóníðum í því. Því miður fyrir aðdáendur hvíts súkkulaðis þá inniheldur það ekkert alvöru súkkulaði heldur bara kókosfeiti, sykur og bragðefni.
Forðist súkkulaði með fyllingum eins og karamellu og núggat. Þar er bara viðbættur sykur og fita sem eyða heilsubótarávinningi dökks súkkulaðis.
Best er að velja súkkulaði með eins háu súkkulaðiinnihaldi og hægt er. Hjartavænsta dökka súkkulaðið er amk. 60% hreint súkkulaði.
Þótt súkkulaði sé heilsubót gefur það ekki afsökun fyrir því að innbyrða það í ótakmörkuðu magni. Súkkulaði inniheldur mikið af hitaeiningum og mettaðri fitu. Í tæplega 30 g af dæmigerðu 60% súkkulaði eru tæp 17 g af fitu og 23 g af kolvetnum sem eru allt að því 220 hitaeiningar.
Súkkulaði inniheldur þannig umtalsvert magn af hiteiningum, fitu og sykri svo hófsemi er lykillinn segir Dr. Mukamal. „Þótt súkkulaði sé heilsusamlegt í litlu magni þá ættu þeir sem eiga við þyngdarvandamál að stríða að fara varlega í neyslu súkkulaðis.
En, innbyrt í hófi sem hluti af heilbrigðu mataræði og lífsstíl getur súkkulaði einmitt verið það sem læknirinn mælir með fyrir betri heilsu. Svo, ef þú ert súkkulaðsjúk(ur) þá slakaðu á og leyfðu þér smá, ef þú ert í eðlilegri þyngd.
Mundu samt að: „Viljastyrkur er það að geta brotið súkkulaðistykki í fjóra bita með berum höndum og borða svo bara einn bitann“.
Grein þessi er frá the „CardioVascular Instituite at Beth Israel Deaconess Medical Center.
Þessi grein er birt með leyfi Hjartalif.is : www.hjartalif.is