Sums staðar er lögð á það áhersla við þig að taka reglulega til í skápnum með kryddunum og henda ef kryddin eru eldri en 6 mánaða.
En krydd framleiðendur segja þvert á móti. Þau segja, geymdu þau og notaðu svo lengi sem þau virðast hafa lykt og bragð og gera þér gagn.
Í lofttæmdum umbúðum, á köldum og þurrum stað geta kryddin haldið eiginleikum sínum lengur en þig grunar.
Allt að fjórum árum, fer þó eftir tegundinni. Heill múskat og kanil stangir, geta til dæmis geta haldið sér endalaust, sem og kúmen og kardimomma, svo dæmi séu nefnd.
Ef kryddið þitt er orðið litlaust og lyktar varla...jafnvel molnar í lófa þínum, þá er mál að henda því.
Passaðu þig bara að geyma kryddin á góðum stað. Ekki nálægt hitanum á eldavélinni eða nálægt neinu sem gefur raka.
Heldur ekki á björtum stað og sólríkum. En ekki samt setja þau í frysti, það kallar á raka þegar þau eru opnuð.
Mundu að lokum að hrista ekki úr staukunum yfir heitum rétti í potti. Það hleypir gufunni að og eyðileggur kryddið fyrr.