Hún segir að vinir hennar kalli hana “substitute Queen” vegna þess að hún hjálpar þeim sem að eru að berjast við sykurfíkn í að breyta þeirri fíkn með hjálp annarskonar fæðu.
Hér fyrir neðan eru þrjár ansi góðar leiðir til að hætta að borða sykur.
Vissir þú að sykurfíkn má breyta með því að borða hollar fitur? Slepptu kökum og teygðu þig í lúkufylli af hnetum. Þær eru afar saðsamar og innihalda dásamlegu fiturnar sem við þurfum á að halda. Annað sem má líka gera er að fá sér fræ, sólblóma eða graskersfræ.
Ber eins og bláber, hindber eða jarðaber. Þau eru öll lág í kaloríum og hlaðin andoxunarefnum.
Ef þú elskar súkkulaði og tímir ekki að sleppa því þá þarftu þess ekki. En ekki fá þér samt súkkulaðistykki. Notaðu dökkt súkkulaði, helst 70% í þinn uppáhalds smoothie. Þú getur líka prufað þennan drykk:
Blandaðu saman 2 msk af raw kókó dufti, smá dash af Stevia, volgu vatni og möndlumjólk.
Já það er ekkert erfitt að hætta að borða sykur ef þú spáir í því.
Heimildir: mindbodygreen.com
Sendu okkur myndir á Instagram #heilsutorg