Reglan er sú að mat sem er merktur: Síðasti notkunardagur, (stundum notist eigi síðar) á að henda eftir tiltekna dagsetningu, en matvöru sem merkt er með: Best fyrir, má neyta svo lengi sem hún lyktar og bragðast eðalilega. Því gildir að nota nefið.
Þú sem neytandi getur treyst geymsluþolsmerkingunum á matvörum sem þú kaupir og farið eftir þessari reglu. Margar gerðir matvara eru þannig að þær sumum tilfellum verið merktar með: Síðasta notkunardegi og í öðrum tilfellum með: Best fyrir. Það er háð meðhöndlun og pökkun vörunnar. Þess vegna skaltu fara eftir merkingum á vörunni.
Best fyrir, er notað á matvörur sem geta orðið óspennandi vegna minni gæða, áður en nokkur hætta stafar af vörunni, svo lengi sem varan er rétt geymd.
Hægt er að líta á: Best fyrir, merkinguna sem lágmark fyrir hve lengi matvaran geymist. Sem sagt hve lengi hún heldur fullum gæðum.
Ef varan lyktar og bragðast vel, er sjálfsagt að borða hana. Það sem skiptir máli er að okkur mun þykja þessar vörur of gamlar vegna gæðabreytinga svo sem breytinga á bragði, útliti og lykt áður en þær geta hugsanlega orðið hættulegar. Þess vegna muntu alltaf henda þeim vegna gæða áður en þær gætu mögulega gert þig veikan.
Síðasti notkunardagur, stundum líka, notist eigi síðar, er notaður á matvörur sem geta skapað hættu fyrir heilsu okkar ef þær eru borðaðar eftir, Síðasta notkunardag. Hentu því alltaf matvörum eftir þessa dagsetningu. En mundu að geyma þær rétt fram að því. Ef til dæmis kjötálegg er merkt með: Siðasta notkunardegi, á að henda því í ruslafötuna þegar það eru útrunnið. Ef reyktur eða grafinn
lax er merktur með: Síðasta notkunardegi, á hann að fara í ruslafötuna eftir að dagsetning er útrunnin.
Matvörur merktar með: Síðasta notkunardegi á að henda, því eftir þá dagsetningu getur fjöldi sjúkdómsvaldandi baktería verið orðinn það mikill að þú getur veikst af neyslu þeirra.
Ef matur er merktur með: Best fyrir getur maður séð á matvörunni hvort hún er orðin of gömul eða skemmd.
Þefaðu af matnum. Ef matvæli eru orðin of gömul, geta þau haft óþægilega súra eða þráa lykt. Matvælum sem breytast mikið í útliti og verða ólystug á að henda, yfir leitt fylgir einhver lykt með. Ef maturinn lyktar eðlilega og lítur vel út, geturðu smakkað aðeins á þeim. Ef hann smakkast eðlilega er allt í lagi að borða hann. Ef maturinn bragðast óeðlilega, skaltu henda honum. Mundu að þú verður ekki veikur af því að smakka á honum.
Sum matvæli þurfa ekki að vera með dagsetningu, því það er litið svo á að þessar matvörur geti ekki orðið of gamlar. Þessar matvörur eru meðal annars.:
Matvörur svo sem heilir ávextir og grænmeti eru heldur ekki dagmerkt, vegna þess að það er nær ómögulegt að meta hve lengi til dæmis epli geymast, því það er mjög háð geymsluaðstæðum. Væru þessi matvæli með dagsetningu er hætta á að þessum matvælum væri hent þó ekkert væri að þeim.
Það er á ábyrgð verslunar að markaðssetja útrunnar matvörur á þann hátt að það sé greinilegt fyrir þig sem neytanda þegar þú kaupir þær, að þær séu útrunnar. Þetta er hægt að gera með því að hafa útrunnar vörur á ákveðnum stað með skilti með upplýsingum um að varan sé komin fram yfir geymsluþolsdagsetningu. Ef verslun markaðssetur útrunna matvöru, er það á ábyrgð verslunarinnar að matvaran sé neysluhæf. Það á við þann tímapunkt sem varan er seld.
réttan hátt eftir innkaup, og það gerist ekki í heitum bíl.
Frystu matinn. Þú verður ekki veikur af að borða mat sem hefur verið lengur í frysti en mælt er með. Matvörurnar verða eingöngu lakari að gæðum.
Mundu að viðhafa gott hreinlæti í eldhúsinu, svo að þú styttir ekki geymsluþol matarins.
Ef þú ert í vafa um að kjötið sé ennþá neysluhæft, er oftast í lagi að neyta þess ef þú gegnumsteikir það alveg.
Taktu til dæmis álegg úr umbúðunum og settu það í loftþétt plastbox og lengdu þannig geymsluþolið því þá berast síður í það bakteríur og myglusveppir frá öðrum vörum í ísskápnum.
Það er mismunandi hvar matvörur geymast best , hvort það er í ísskáp, inni í eldhússkáp, á eldhúsborðinu eða á þurrum, dimmum og köldum stað. Hér færðu yfirlit yfir hvar þú ættir að geyma matinn þinn.
Mjólkurvörur, kjöt- hakkað og heilt, álegg, rótargrænmeti, ferskt pasta, egg, brauð, ferskar kryddjurtir (má einnig frysta), grænmeti, gulrætur, salat, vorlauk, agúrku, kál, engifer, papriku, blaðlauk, hvítlauk og sveppi.
Fylgstu með hitastiginu í ísskápnum. Hitastigið á að vera 4°C eða lægra, þannig er geymsluþol og matvælaöryggi best tryggt.
Matvöru sem er ekki háð hitastigi eins og hrísgrjón, þurrpasta, hveiti, dósamat, sykur, edik og olíu.
Tómata, melónu, avokado, banana, kíwí og sítrónur.
Kartöflur og lauk.