Skólarnir byrja og ekki líður á löngu þar til foreldrar fá þann hvimleiða póst að lús hafi fundist í
bekknum. Þá þarf að fara að leita í skúffum og skápum hvað var síðast gert við lúsakambinn.
Þegar að kamburinn er fundinn þarf að kemba vel yfir alla fjölskyldumeðlimi. Eftir það þarf að
skottast í næsta apótek og nálgast Elimax sem er lúsasjampó sem klárar verkið fljótt og örugglega
ásamt kambinum góða. Við förum vel yfir virkni Elimax neðar í greininni. Við verðum að muna að
lúsin fer ekki af sjálfu sér, hún eignast börn og buru og heldur áfram að fjölga sér í hársverðinum
ef ekkert er að gert. Við ætlum að fara yfir helstu staðreyndir um lúsina og við erum líka með
upplýsingar um hvernig á að leysa og fyrirbyggja lúsa vandamálið með einföldum hætti.
Lúsin
Höfuðlús er 2-3 millimetrar að stærð, grá eða ljósbrún á lit. Hún lifir sníkjulífi í mannshári og
sýgur blóð úr hársverðinum. Egg höfuðlúsar kallast nit og "límir" hún þau á hár nálægt hársverði
þar sem þau klekjast út á 6-10 dögum. Þegar lúsin er 9-12 daga gömul hefur hún náð þroska til
að geta hafið eigið varp sem getur orðið allt að 8 egg á dag. Hiti í hársverði er ákjósanlegt
umhverfi fyrir lús, ef lús er fjarlægð úr hárinu og getur ekki lengur fætt sig úr hársverðinum deyr
hún venjulega innan sólarhrings. Þó að það sé alls ekki nauðsynlegt að þrífa eftir lúsasmit, þá gæti
verið skynsamlegt (líka fyrir hugarró) að koma í veg fyrir möguleika á endursmiti með því að setja
rúmföt, handklæði og höfuðföt í þvottavélina.
Nit
Fannstu eitt nit? Það þýðir að þau eru fleiri. Það er þörf á árvekni með strangri meðferð og
skoðun í tvær vikur. Þar sem nitin eru föst við hárið, færist hún frá hársverðinum þegar hárið vex.
Nit sem komin eru langt frá hársverði er líklega dauð eða tóm. Nit verður að fjarlægja handvirkt.
Ef nit hafa verið meðhöndluð en ekki fjarlægð með kambi, þá hverfa þau að lokum, en það getur
tekið allt að 6 mánuði.
Smá hrollvekjandi lúsastærðfræði ... kvendýr verpa um átta eggjum á dag sem þýðir að
tvær lýs = 16 ný egg á dag, 4 dagar þar sem ekkert er að gert = 64 ný nit.
Best er að fara í gegnum hárið hvert einasta kvöld til að athuga hvort það séu nit.
Smit með fatnaði og innanstokksmunum er afar ólíklegt en hins vegar getur lúsin farið á milli hausa
ef bein snerting verður frá hári til hárs í nægilegan langan tíma til að lúsin geti skriðið á milli.
Hún getur hvorki stokkið, flogið né synt.
Hvað á ekki að gera
Rannsóknir hafa sýnt að jurtaseyði og ýmis gömul húsráð, svo sem að setja júgursmyrsli eða vaselín
í hárið, majónes, ólívuolíu eða jurtaolíu, drepa ekki höfuðlýs.
Kókosolía virkar ekki til að meðhöndla eða koma í veg fyrir lús.
Það hafa orðið miklar framfarir síðustu ár í lúsasjampóum.
Hér fyrir neðan förum við yfir muninn á tveimur efnum Elimax 2in1 og Elimax Prevention.
Elimax 2in1 er lúsasjampó sem drepur bæði höfuðlús og nit ásamt því að vernda gegn smiti.
Það er fljótverkandi og verkar á aðeins 15 mínútum. Auðvelt er að dreifa Elimax sjampói í hárið
og ekki þarf að hafa það lengur í hárinu en leiðbeiningar segja til um. Sjampóið má nota
frá 12 mánaða aldri.
Elimax lúsasjampóið er sílikonfrítt sem gerir það að verkum að auðvelt er að skola það úr hárinu,
auk þess sem það hreinsar hárið og gerir það mjúkt og glansandi. Einnig má nota það sem
fyrirbyggjandi meðferð til að vernda hárið gegn smiti t.d ef um er að ræða lús í skólanum eða ef
vinir og vandamenn eru með lús.
Elimax inniheldur tvö virk efni, óligódeken olíu og Lice Protecting Factor eða LPF.
Óligódeken olían kæfir lýs og nit með því að loka öndunargötum þeirra, auk þess að leysa upp
vaxkennt ysta lag skordýranna sem missa við það raka, skorpna upp og deyja.
LPF eða Lice Protecting Factor er sérstök blanda af sesam olíu og akrýlat fjölliðu.
LPF hlutleysir hleðslu hársins sem gerir það erfiðara fyrir lúsina að komast í hárið.
Einnig hefur LPF áhrif á yfirborð og lykt hársins sem gerir það óaðlaðandi fyrir lúsina og því
leitar lúsin ekki í hárið og verpir síður nitum í meðhöndlað hár. LPF efnið verndar gegn endursmiti.
Elimax 2in1 er áhrifarík meðferð við höfuðlús en ráðlagt er að meðhöndla strax eftir greiningu.
Elimax 2in1 lúsasjampóið er skráð lækningatæki því sýnt hefur verið fram
á virkni þess með klínískum prófunum.
Elimax prevention sjampóið er fyrst sinnar tegundar og er fyrirbyggjandi sjampó og er sjampóið
sem allar barnafjölskyldur þurfa. Sjampó sem er sérstaklega þróað til að vernda gegn lúsasmiti.
Sjampóið er notað eins og hefðbundið sjampó, það er sett í blautt hárið og nuddað vel í hárið og
hársvörðinn. Sjampóið er látið bíða í hárinu í 2 mínútur áður en það er skolað úr.
Sjampóið fælir höfuðlús frá hárinu auk þess að hreinsa hárið, veita því raka og næringu.
Það er án sílikons og skordýraeiturs og inniheldur aðeins náttúruleg innihaldsefni.
Mælt er með því að nota sjampóið þriðja hvern dag til að tryggja hámarksvernd.
Sjampóið er fyrir fullorðna og börn frá 1 árs aldri.