Samkvæmt FDA (Food and Drug Administation), 80% af fullorðnum í Bandaríkjunum neyta koffeins daglega og neyslan er um 200mg á dag.
Með þessar tölur í huga að þá kemur það kannski ekkert á óvart að yfir 7,000 manns völdu koffein fram yfir kynlíf. Já, koffein er öflugt örvandi efni ekki satt?
1. Koffein hefur jákvæð áhrif á skamm -og langtíma minni.
Það hafa verið gerðar ansi margar rannsóknir um áhrif koffeins á skammtíma minni, en nýjustu rannsóknir benda til þess að koffein hefur einnig góð áhrif á langtíma minni. Um 300 til 400 mg á dag geta varið minnið og haft þannig fyrirbyggjandi áhrif á sjúkdóma eins og Alzheimer. Það skiptir einnig miklu máli að sofa nóg. Þannig að passaðu upp á kaffidrykkju á kvöldin.
2. Koffein getur aukið framistöðu þína í íþróttum.
Að innbyrða koffein um klukkutíma fyrir æfingu eða langhlaup getur bætt getu þína. Að auki þá þarftu jafnvel ekki að leggja jafn mikið á þig til að ná árangri.
3. Áhrif koffeins eru samstundins
Það er ekki alveg víst hvort þetta sé gott eða slæmt. Koffein á afar auðvelt með að ná til heilans og taugakerfis á örskotsstundu. Þetta þýðir að þú ert meira vakandi og finnur virkilega fyrir þessari auka orku.
4. Koffein innihald í kaffi er afar misjafnt.
Í rannsókn sem gefin var út í the Journal of Analytical Toxicology þá kom í ljós að 33ml af kaffi frá Starbucks innihéldu 100mg meira en kaffi frá Dunkin Donuts.
5. Koffein innihald í expressó er í raun minna en í kaffi.
Það halda allir að expressó sé hæstur í koffeini, en í einu skoti af expressó eru um 40 til 70 mg af koffeini. Það er miklu minna en í einum kaffibolla.
6. Koffein er ekki endilega ástæðan fyrir vökvatapi.
Þar sem að um 98% af koffeini er innbyrt með kaffidrykkju samkvæmt FDA þá ertu sennilega að tapa vökva í leiðinni. En örvæntið eigi, þetta er ekki alveg rétt. Málið er bara að passa að drekka ekki eingöngu kaffidrykki. Við þurfum vatn til að hressa upp á líkamann.
7. Koffein er ekki bara hægt að finna í drykkjum.
Súkkulaði inniheldur einnig koffein og það má finna koffein í sumum mat. Það má einnig finna koffein í fæðubótaefnum og jafnvel í sumum lyfjum. Ef hjartað er viðkæmt skaltu alltaf lesa utan á lyfin sem þú ert að taka.
Heimild: healthdigezt.com