Þetta er sannkallaður morgunverðadrykkur með höfrum.
Uppskrift er fyrir einn drykk.
¼ bolli hafrar
½ bolli af frosnum bláberjum
½ bolli af hreinum jógúrt
½ bolli af ísmolum
2 msk af púðursykri – má sleppa
¼ - ½ tsk af rifnu engifer
Skelltu höfrum og ½ bolla af vatni í blandarann. Leyfðu þessu að liggja saman til að hafrar mýkist í c.a korter.
Bætið nú bláberjum og rest af hráefnum saman við, skellið á mesta hraða og blandið þar til drykkur er mjúkur og freiðandi.