Við þurfum á því að halda. Líkaminn þarfnast þess til að virka eðlilega. Einnig eru margir aðrir kostir að neyta kalíum ríks fæðis. Það skapar vellíðan, það hefur áhrif á hjartað og beinin.
Einnig getur kalíum lækkað blóðþrýsting, sérstaklega finnur þú mun ef þú ert ekki að fá nóg af því til að byrja með. Kalíum vinnur með sodium til að viðhalda vökvajafnvægi í líkamanum.
Ef það er of mikið af sodium í líkamanum þá getur það hækkað blóðþrýsting og með því að auka á kalíum í líkamanum þá degur úr sodium og þannig lækkar blóðþrýstingurinn. Einnig er kalíum afar gott fyrir vöðvastyrk, taugavirkni og hjartaheilsu.
Sætar kartöflur - Smelltu hér fyrir uppskrift
Það ætti að vera sæt kartafla á disknum þínum allt árið um kring.
Þær eru pakkaðar af vítamínum og eru flokkaðar sem ofurfæði.
Í sætri kartöflu er 542 mg af kalíum.
Avókadó - 12 staðreyndir um Avókadó sem koma á óvart
Avókadó er einnig flokkað með súperfæðinu. Það er frábært í salöt
eða guacamole sem er afar holl ídýfa. Í avocado eru 487 mg af kalíum.
Hvítar baunir - fróðleikur um hinar ýmsu tegundir af baunum
Þú notar þær ef þú eldar chili, bættu þeim í súpur eða hafðu þær sem
meðlæti. Hvítar baunir eru hlaðnar kalíum og í hálfum bolla eru 502 mg af kalíum.
Jógúrt - Grísk jógúrt með chiafræjum
Já, þetta gæti komið þér á óvart…ef þú ert að leita að hollum millibita
þá skaltu grípa jógúrt. Í venjulegri stærð af jógúrt dós eru 579 mg af kalíum.
Spínat - Spínat er súperfæði
Í salatið, sem meðlæti, á hamborgarann eða í dásamlegan grænan smoothie
að þá er spínat afar ríkt af kalíum. Í einum bolla eru 839 mg af kalíum.
Uppskriftir - smelltu hér
Heimild: naturalcuresnotmedicine.com