1 stór sæt kartafla
2 lúkur spínat
1 lúka basilíka
10 stk. kokteiltómatar
2 stk. ostasneiðar
3 msk. grísk jógúrt
Olía
Salt og pipar
Ofninn hitaður á 200. Skolið sætu kartöfluna og skerið í tvennt. Bökunarpappír settur í botninn á eldföstumóti og kartöfluhelmingarnar lagðir ofan á (hýðið er látið snúa upp). Kartaflan er bökuð í ofninum í um það bil 40 – 50 mín. eða þar til hún er orðin mjúk.
Hitið olíu á pönnu, setjið spínatið, basilíkuna, tómatana salt og pipar á pönnuna og steikið í hræru. Takið pönnuna af hellunni og kælið í smá stund.
Notið skeið við að skafa innan úr kartöfluhelmingunum og stappið í mauk. Skiljið ca 1 sm af kartöflunni eftir. Bætið kartöflumaukinu útí spínathræruna og hrærið grísku jógúrtinni saman við. Fyllið kartöflubátana með hrærunni og skerið ostsneiðarnar í tvennt og setjið yfir. Setjið fylltu kartöflurnar í elfastmót og inní ofn 15 – 20 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.
Kál
Gúrka
Kokteiltómatar
Mozarellaostur
Radísur
Olía
ps: það má bæta við engifer og hvítlauk.