Uppskrift er fyrir 4 og eldunartíminn er um klukkustund.
300 gr af hvítum hrísgrjónum – long grain
1 mjölbanani – ef þú finnur hann ekki má nota venjulega banana
Ólífuolía
2 hvítlauksgeirar
1 laukur – fínt saxaður
1 rautt chillý
Sterk chillý sósa
1x400 gramma dós af garðbaunum – hella vökva af
4 stór egg
(þessi réttur sem getur auðveldlega verið máltíð einn og sér er oft borinn fram með steikum eða fiski og þá toppaður með sterkri chillý sósu)
Eldið hrísgrjón skv leiðbeiningum á pakka, látið renna af þeim og kælið.
Skerið mjölbana í sneiðar sem eru um 1,5 cm þykkar. Setjið nokkuð vel af olíunni á góða pönnu á meðal hita og steikið mjölbanana í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða þar til þeir eru orðnir krispí og gylltir. Setjið til hliðar og haldið heitu.
Hafið hitann á pönnunni ekki of háan og notið alla afgangsolíu sem þegar er á pönnunni og steikið hvítlaukinn, laukinn og chillý
á meðal til lágum hita í 5-10 mínútur eða þar til þetta er allt mjúkt og gyllt. Hrærið saman við 1 msk af sterku chillý sósunni, bætið við baunum og hrísgrjónum.
Hækkið nú hitann vel og steikið þessa blöndu þar til hrísgrjónin eru orðin mjög heit og farin að ristast, munið samt að hræra reglulega í réttinum.
Síðustu 2 mínúturnar skal hætta að hræra til að rétturinn nái þessum gyllta lit og sé ristaður í botninn – þetta er Tacu tacu.
Setjið á disk og til hliðar.
Bætið aðeins af olíunni á sömu pönnu og setjið á meðal hita, steikið eggin og setjið mjölbananabitana á pönnuna bara rétt í lokin til að hita í gegn.
Skiptið núna Tacu tacu jafnt á 4 diska, toppið með steiktu eggi og ristuðum mjölbanana og endið með dassi af sterkri chillý sósu. (má einnig nota sterka mangó sósu)
Brjálæðislega góð uppskrift í boði Jamie Oliver.