Til að byrja daginn rétt skiptir morgunmaturinn miklu máli.
Þetta er síðasti dagurinn sem við kynnum ykkur fyrir því sem best er að fá sér í morgunmat.
Þessi rauðu dásamlegu ber eru tilvalin í morgunmatinn. Þau innihalda vel af trefjum og C-vítamíni, ásamt K-vítamíni sem styrkir beinin.
Það er oft ekki hægt að fá þessi ber allt árið en þegar þau eru til fersk í verslunum þá endilega kaupa og frysta.
Hindber eru góð í boostið og einnig út á hafragrautinn og morgunkornið.
Við vonum að þið hafið haft gagn og gaman af þessum morgunverðar fróðleik frá Heilsutorgi.