Í dag er það grísk jógúrt
Þessi dásamlega jógúrt er hlaðin af kalki og próteini. Hún inniheldur næstum tvisvar sinnum meira af próteini en venjuleg jógúrt. Að fá sér gríska jógurt í morgunmat fyllir vel á tankinn og þú finnur síður fyrir hungri um miðjan morgun.
Það er svo einfalt að fá sér gríska jógúrt í morgunmat, ef þú ert t.d sein/n þá má taka hann með sér.