Námskeiðin á Gló hafa farið vonum framar og greinilegt að margir sælkerar vilja gerast sykurlausir, enda er orðið uppselt á námskeiðið “sykurlaus sætindi” núna á miðvikudag.
Úr því held ég tvö auka “sykurlaus sætindi” námskeið! Fyrra núna á föstudaginn 14.október frá kl:18-21 á Gló Fákafeni og síðara í Reykjanesbæ, en þó eru aðeins takmörkuð sæti laus!
Farðu hér til að tryggja þér pláss næsta föstudag 14.október frá kl: 18-21 á Gló í Fákafeni
Farðu hér til að tryggja þér pláss næstkomandi þriðjudag 18.október frá kl 17:30-20:30 í Reykjanesbæ!
Á námskeiðinu verða útbúnir dýrindis sætubitar og hrákökur og allt verður smakkað!
Ég deili með þér hvaða náttúrulegu sætugjafar eru bestir fyrir heilsuna samkvæmt nýjustu rannsóknum. Við skoðum líka hvernig er best að skipta út sykri í hefðbundinni uppskrift en einnig kenni ég sniðugar aðferðir og leiðir til að flýta fyrir og hvernig megi svo styðja við orku og ljóma á sama tíma og notið er sætinda.
Konur jafnt sem karlar hafa verið að koma, bæði byrjendur og lengra komnir. Farðu hér til að tryggja þér pláss í sykurlausa sætinda námskeiðið núna á föstudag í Gló Fákafeni.
Eitt sem er sniðugt að gera til að slá á sykurlöngun er að njóta sætinda frá náttúrunnar hendi. Hér eru nokkrar hlýjar uppskriftir sem ég hef verið að gera með haustinu og slá á sykurlöngun
4 gulrætur, 1/2 rófa, 1/2 sæt kartafla
1/2 dós kjúklingabaunir
ferskt rósmarín
2 tsk kanil
smá papríkuduft
salt og pipar
1 msk kókosolía
nokkrar valhnetur
Hitið ofn við 200 gráður. Skerið grænmeti í hæfilega munnbita og setjið í eldfast mót. Bætið við kryddum og kókosolíukekkjum yfir og hrærið vel. Mér þykir best að hræra þetta með höndunum.
Setjið inní ofn við 200 gráður í 30 mínútur. Mér finnst gott að hræra örlítið eftir 15 mín í grænmetinu svo kóksolían dreifist vel og kveikja að lokum 30 mín á grill stillingu í nokkrar mínútur til að fá auka stökkleika. Berið fram með hummus og kínóa eða eitt og sér sem aðalrétt eða meðmæti með mat.
Ótrúlega hlýlegt og gott, kvöldmatur þarf ekki að vera flókinn. Ég deildi þessu á snapchatinu mínu um daginn og allir urðu trylltir. Bættu mér við til að fylgast betur með, snapchat: lifdutilfulls.
1/2 bolli Möndlur
1/2 bolli kókosflögur
1/2 bolli graskersfræ
1 msk kókosolía
1 tsk kanil
1/2 tsk vanilladuft
Hitið kókosolíu á pönnu. Þegar pannan er orðin heit sameinið möndlur, kókosflögur, fræ og krydd og hrærið með viðarsleif. Lækkið aðeins undir ef pannan er orðin of heit. Steikið í 3-4 mín eða þar til vel sameinað. Slökkvið á hellunni og leyfið að kólna. Geymist vel við stofuhita. Njótið sem millimál eða yfir salat.
Það eru margar sniðugar og einfaldar leiðir til þess að bæta við meiri sætleika í líf okkar, án sykurs.
Ef þér líkaði greinin endilega deildu með vinum!
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi