Rannsóknarteymi frá Wake Forest háskóla í Bandaríkjunum rannsakaði 26 einstaklinga sem öll voru 55 ára eða eldri og stunduðu enga hreyfingu, voru með of háan blóðþrýsting og tóku tvö eða fleiri lyf að staðaldri vegna blóðþrýstings.
Þessir einstaklingar voru látin drekka rauðrófusafa eða svo kallað sport skot sem heitir Beet-It, þrisvar í viku yfir sex vikna tímabil. Þetta rauðrófuskot áttu þau að taka áður en þau fóru í 50 mínútna göngu á göngubretti.
Helmingur þátttakenda fékk Beet-it sem innihélt 560 mg af nitrate á meðan hinn helmingurinn fékk Beet-it sem innihélt svo til ekkert af nitrate.
Þeir aðilar sem fengu drykkinn er innihélt nitrate kom miklu betur út úr þessum prófum en þau sem fengu svo kallaða lyfleysu.
Þegar við hreyfum okkur þá fer af stað starfsemi í heila sem vinnur úr upplýsingum frá vöðvum og reiknar út merki sem líkaminn er að senda frá sér. Að hreyfa sig, á að styrkja þessa heilastarfsemi, en þetta var haft eftir einum úr rannsóknarteyminu.
Þannig að ef blandað er saman drykkju á rauðrófusafa og hreyfingu þá fær heilinn miklu meira af súrefni sem gerir það að verkum að heilastarfsemin styrkist til muna.
Munið þetta næst þegar taka á æfingu eða fara út að ganga eða hlaupa.
Heimild: indiatimes.com