Nú eru margir komnir úr berjamó með krukkur og frystikistur fullar af nýtíndum berjum. Þvílíkur lúxus að geta skroppið upp í fjallshlíð og tínt næringarrík villt ber! Berin eru holl og góð, en hluti af hollustunni er án efa fólginn í útiverunni, tengingunni við náttúruna og samverustundum með börnunum.
Aldrei þessu vant gáfum við okkur ekki tíma fyrir í berjamó í ár, en okkur klæjar engu að síður í fingurna að útbúa eitthvað gott úr berjum, eins og við erum vanar á þessum árstíma. Í fyrra löguðum við dásamlega bláberjasultu ogmeinholla krækiberjasaft úr berjum sem við tíndum sjálfar. Í vikunni keyptum við okkur bakka af nýtíndum íslenskum bláberjum og útbjuggum þessar dýrindis bláberjapæjur. Mmmm....
Botn
Fylling
Kókosrjómi - 2 aðferðir
Setjið innihald úr 1 dós af kókosmjólk í blandara ásamt smá vanillu og blandið vel. Hellið þessari blöndu í rjómasprautu og setjið gashylki í. Til búið.
EÐA
Setjið 1 dós af kókosmjólk inn í ísskáp í nokkrar klukkustundir, opnið dósina og setjið þykka hlutann af kókosmjólkinni í hrærivél ásamt smá vanillu og þeytið eins og þið gerið við venjulegan rjóma.
Birt í samstarfi við