Uppskrift er fyrir 2 minni drykki eða 1 stórann.
½ stór banani, án hýðis, skorin í bita og frystur
½ bolli af, ef þú finnur Bai5 Mangó drykkur – fæst í Nettó og fleiri matvöruverslunum í Reykjavík.
1 bolli af frosnu mangó – nú eða fersku
1 bolli af ferskum eða frosnum hindberjum
Þú þarft góðan blandara í þennan drykk. Einn sem getur ráðið við frosna ávexti og ber.
Settu allt hráefni í blandarann, byrjaðu á vökvanum. Láttu blandast í nokkrar mínútur eða þar til drykkur er mjúkur.
Ef þér finnst hann of þykkur þá má bæta örlitu við af Bai5.
Berið strax fram og njótið vel.
Drykkinn má geyma í ísskáp í all að 10 klukkustundir.
Ef þú finnur ekki Bai5 þá má nota kókósvatn eða þinn uppáhalds djús bara hafa hann sykurlausann.
Og í stað banana má nota hreinan grískan jógúrt.