Smá dekur til að byrja daginn á.
Smá dekur til að byrja daginn á.
Hnetusmjör er fullt af próteini og fyllir vel í magann.
Mundu svo líka, að þú getur notað hvaða mjólk sem er, bara notaðu þína uppáhalds. Einnig má nota möndlusmjör í stað hnetusmjörsins.
Uppskrift er fyrir tvo.
Hráefni:
2 bollar af frosnum jarðaberjum
1 og ½ bolli af þinni uppáhalds mjólk
2 msk af hnetusmjöri/möndlusmjöri
1 msk af hunangi helst raw
Leiðbeiningar:
Skelltu öllu hráefni í blandarann og settu á mesta hraða. Látið blandast þar til drykkur er mjúkur og berið fram strax.
Njótið vel !