Nú datt mér í hug að reyna að líkja eftir svokölluðum Clif bars sem ég nota oft sem orku í kringum erfiðar æfingar og keppnir en henta kannski síður sem snarl heima í sófa.
Ég var líka mjög forvitin að prófa "kínóa popsið" sem er hlægilega eðlislétt og framandi þegar maður handleikur pakkann. Hér erum við semsagt blásið quinoa sem minnir um margt á rice crispies.
Ég er ekki frá því að mér hafi tekst ætlunarverk mitt... og nú á ég ,,hráa" Clif bita inni í frysti til að njóta!
80 g ferskar döðlur
2 dl kínóa pops frá BioFair
1 dl gróft haframjöl frá Sólgæti
1/2 dl jarðhnetur (helst ósaltaðar - þær fást t.d. í versluninni Fiska)
1 msk hörfræ frá Sólgæti
1/2 tsk kanill
1/2 dl fínt hnetusmjör frá Whole Earth + meira til að smyrja
2-3 msk Rowse hunang
1/2 tsk vanilludropar
Lúkufylli af trönuberjum frá Sólgæti
Dökkt Vivani súkkulaði
1) Vinnið döðlurnar í matvinnsluvél.
2) Setjið döðlumaukið í hrærivél ásamt restinni af uppskriftinni (nema súkkulaðinu) og vinnið allt vel saman þar til þið eruð komin með klístraðan massa (þó ekki of klístraðan).
3) Mótið ferhyrning úr massanum - klappið og þrýstið með hreinum höndum eftir þörfum. Skerið þá litla bita með hníf og smyrjið þunnu lagi af hnetusmjöri á hvern bita. Setjið í frysti.
4) Bræðið súkkulaðið. Takið þá bitana út og stingið einum í einu ofan í súkkulaðið. Geymist í frysti eða kæli.