Það er dásamlegt að bjóða upp á þessar í kaffiboðum, eða bara þegar vinkonurnar koma í heimsókn.
Þær eru hollar, glútenlausar, vegan og paleo.
Uppskrift gefur um 15 kökur.
1 bolli af möndlusmjöri – sjá neðar
3 skot af sterku espresso – heitu
2 msk af hörfræjum
1/3 bolli af ósætu cocoa dufti
½ bolli af kókóssykri
½ tsk af matarsóda
Klípa af salti
¼ bolli af dökkum súkkulaðibitum
Forhitið ofninn á 180 gráður.
Takið stóra skál og blandið saman möndlusmjöri og espresso.
Hrærið svo saman við hörfræjum, cocoa dufti, kókóssykri, matarsoda og saltinu. Og blandið vel saman.
Hrærið nú súkkulaði bitum saman við.
Ef blanda er frekar blaut (það fer eftir því hvernig möndlusmjörið er) setjið þá deig inn í ísskáp í hálftíma.
Gerið nú kúlur úr deiginu, notið c.a 1 msk fyrir hverja kúlu, setjið á plötu með bökunarpappír og pressið ofan á hana.
Látið bakast í 10-12 mínútur. Takið úr ofni og látið kólna á plötunni í um 10 mínútur áður en þið takið kökur af bökunarpappír. Það er mjög mikilvægt að fara eftir þessu.
Setjið á bakka og látið kökur kólna alveg. Ekki stafla þeim.
Má svo geyma í lofttæmdu boxi í allt að 3 daga.
Ps: þú vilt að möndlusmjörið sé þunnt. Sum möndlusmjör eru þykk þannig að ef svo er þá má bæta espresso saman við smjörið og hræra þar til það er meira rjómalegt. Ekki of þunnt samt.