Þú getur einnig skellt smá próteindufti í hann ef þú vilt fá aðeins meira búst
Það mætti halda að þessi guðdómlegi sjeik komi beint úr ísbúðinni!
Og ekki nóg með það heldur er hann alls ekki mjög óhollur en hann er glútenlaus og nokkuð trefjaríkur.
Þú getur einnig skellt smá próteindufti í hann ef þú vilt fá aðeins meira búst.
Það sem þarf:
- 3 frosnir bananar
- 3 döðlur
- 2 matskeiðar kakóduft
- 1 matskeið hlynsýróp (má líka nota agavesýróp)
- ¼ bolli kasjúhnetur
- 2 bollar af vatni eða léttmjólk/sojamjólk
- ¼ teskeið kanill (má sleppa)
- 1/8 teskeið cayenne (má sleppa)
- 1 handfylli ísmolar
- (ATH: 1 bolli 2,4 dl)
Aðferð:
Settu allt saman í blandarann og þeyttu þangað til sjeikinn er orðinn vel mjúkur. Mælt er með því að hætta að þeyta þegar döðlurnar eru orðnar að smá bitum. Það gefur ótrúlega gott bragð. Ef þú vilt aðeins meira þá getur þú skreytt hann með smá jurtarjóma eða með venjulegum þeyttum rjóma.
Njóttu vel og með góðri samvisku!
Birt í samstarfi við