200 gr smjör
200 gr suðusúkkulaði
2 dl sykur
4 stk egg
1/3 bolli hveiti
Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman yfir vatnsbaði. Blandið hveitinu varlega saman við eggin og sykurinn. Bætið síðan bráðnu súkkulaðinu varlega saman við eggjahræruna. Bakið við 170 gráður í 30 - 35 mín.
150 gr suðusúkkulaði
75 gr smjör
3 msk síróp
Látið allt hráefnið saman í pott og bræðið saman við vægan hita. Hrærið af og til í pottinum meðan súkkulaðið og smjörið er að bráðna. Kælið kremið og setjið síðan á kökuna.
Kakan á að vera blaut í miðjunni.
Skreytið kökuna með jarðaberjum og berið fram með rjóma eða ís.
Njótið dagsins!
Uppskrift frá FoodandGood.