Eins og flestir vita þá eru hafrar fullir af trefjum sem eru afar mikilvægir fyrir heilsuna, einnig má finna í þeim mikið af steinefnum og próteini. Chia fræ eru rík af omega-3 og 6 og einnig af kalki.
Skelltu í þennan graut á morgnana og þú ert komin/n með flotta orku fram að hádegi.
1 bolli af höfrum
2 bollar af vatni
2 tsk af ferskum sítrónusafa
1 tsk af kanil
2 tsk af hunangi
Klípa af sjávarsalti
4 msk af chia fræjum
Settu kanil í pott ásamt vatni og látið suðuna koma upp. Þegar suðan er komin upp þá skal lækka hitann og setja hafra saman við.
Látið sjóða í 5 mínútur og takið af hitanum. Setjið lok á pottinn og látið standa í 5 mínútur.
Bætið saman við hunangi og salti og hrærið vel.
Hellið blöndunni í skál og bætið chia fræjum saman á meðan grautur en enn heitur.
Setjið sítrónusafa saman við í lokin.
Svo má nota uppáhalds ber eða ávexti til að toppa grautinn.