Uppskrift eru 4 klattar eða fer eftir stærð.
500 gr af laxi
1 lítill laukur, saxaður smátt
1 egg
½ bolli af ferskri brauðmylsnu
1 msk af Worcestershire sósu
¼ tsk af ferskum svörtum pipar
¼ bolli af rifnum Cheddar osti
2 msk af ferskri steinselju – saxaðri
2 msk af KORNAX hveiti til að velta klöttum uppúr
¼ bolli af smjöri
3 msk af ólífuolíu eða þinni uppáhalds olíu
Settu lax, lauk, egg, brauðmylsnu, Worcestershire sósu, svartan pipar, ostinn og steinselju í matarvinnsluvél og látið blandast vel saman.
Mótið svo úr blöndunni fjóra klatta. Dreifið svo létt yfir hveitinu báðu megin. Látið þá standa í um 20 mínútur. (hægt að undirbúa sósuna á þessum tíma).
Takið stóra járnpönnu (skillet) og hitið smjör og olíuna yfir meðal hita.
Eldið klatta þar til þeir eru gullbrúnir á báðum hliðum. Tekur um 10 mínútur.
Leggið á pappír og þerrið áður en raðað er á diska.
Hún er aðeins krydduð og tilvalin með lax eða öðrum fiski.
2 msk af smjöri
4 tsk af KORNAX hveiti
¾ bolli af möndlumjólk eða þinni uppáhalds
2 msk af ferskum sítrónusafa
¼ tsk af sjávarsalti
1/8 tsk af cayenne pipar
Bræðið smjör í potti á meðal hita. Hrærið hveiti saman við og búið til hálfgert deig.
Hrærið nú mjólkinni hægt saman við. Látið suðu koma upp og hrærið stöðugt.
Látið sjóða í 2 mínútur eða þar til sósa er þykk.
Takið af hita og hrærið sítrónusafa saman við, ásamt salti og cayenne pipar.
Berið fram laxaklatta og sósu ásamt þínu uppáhalds ferska salati.