Ananas og mangó heilsudrykkur (304 Kcal)
11,88 gr prótein, 5,8 gr kolvetni, 4,9 gr fita
Drykkurinn inniheldur m.a. ananas. Ananasinn er frábær, sætur og safaríkur ávöxtur en hann er líka meinhollur og inniheldur mikið af steinefnum og vítamínum. Ananas inniheldur m.a. A vítamín, C vítamín, kalsíum (kalk) og natríum, auk þessa inniheldur ávöxturinn mikið af trefjum og lítið af fitu og kólesteróli.
Ananas inniheldur einnig frábært ensím sem kallast brómelín. Brómelín hefur marga frábæra eiginleika sem gagnast heilsu okkar. Það er m.e. talið vera bólgueyðandi og gagnast okkur við liðverkjum, það róar hósta og hjálpar okkur að losa slíma úr öndunarvegi svo eitthvað sé nefnt.
1 frosinn, þroskaður banani
2 dl (40 gr) frosinn ananas
2 dl (40 gr) frosinn mangó
1/2 pakki af Frutein próteini, Revitalizing Green Foods
Fullt af spínati, 2-3 góðar lúkur, má vera minna má vera meira.
1 msk (10 gr) hörfræ
smá ferskt, rifið engifer
Vatn eftir þörfum, ca. 3-4 dl.
Allt sett í blandarann og blandað þar til silkimjúkt og fallegt.