Fara í efni

Ertu djúsari? Prufaðu þennan, bláberja/kál djús

Stútfullur drykkur af andoxunarefnum sem eru svo ofsalega góð fyrir líkamann.
Ertu djúsari? Prufaðu þennan, bláberja/kál djús

Stútfullur drykkur af andoxunarefnum sem eru svo ofsalega góð fyrir líkamann.

Ef þú átt ekki safapressu þá má nota blandara til að gera þennan drykk.

Uppskrift fyrir 2 drykki.

Hráefni:

¼ meðal stór rauðkálshaus – skorinn niður

1 stór gúrka, afhýða og skera í kubba

1 bolli af ferskum bláberjum – má nota frosin en láta þau þá þiðna

1 stórt epli – skera í báta og hreinsa

Ísmolar ef þú vilt

Leiðbeiningar:

Fyrir safapressuna: settu fyrst kálið, svo gúrkuna, síðan bláberin og að lokum eplið.

Fyllið 2 glös með ísmolum (ef þú vilt) og hellið safanum í glösin.

Berið fram strax.

Ef þú notar blandara þá skaltu afhýða eplið. Annars fer allt hráefni í blandarann ásamt ísmolum og aðeins af vatni.

Njótið vel!