Ef þú ert að reyna að raka af þér kílóin þá er þessi drykkur víst einn af þeim bestu. Hann er 400 kaloríur og inniheldur 15 grömm af afar hollum trefjum.
Uppskrift fyrir 2 og drykkur númer 29.
4 ferskjur – án steina
10 meðalstór jarðaber – fersk eða frosin
2 tsk af chia fræjum – látin liggja í vatni í 10 mínútur
1 haus af baby bok choy – um 3-5 lauf og svo stilkurinn af stóru bok choy
Vatn eftir smekk
Ef þú vilt hafa drykkinn kaldann skaltu nota eitthvað af frystum ferskum ávöxtum og þessi uppskrift er stór þannig að það má geyma afganginn í lokuðu íláti í 24 tíma í ísskáp.