Fara í efni

Grænn með sætri kartöflu og papaya

Hefur þú smakkað grænan með sætri kartöflu? Ef ekki þá mæli ég með því að þú prufir.
Grænn með sætri kartöflu og papaya

Hefur þú smakkað grænan með sætri kartöflu? Ef ekki þá mæli ég með því að þú prufir.

Sætar kartöflur eru svo næringaríkar, sem dæmi eru þær ríkar af A-vítamíni, beta-carotene, einnig B5 og B6 vítamínum og kopar.

 

Best er að hafa kartöflunna soðna í þessari uppskrift.

Uppskrift er fyrir einn. Þetta er drykkur númer 27.

Það á ekki að þurfa að nota aukalega vökva í þessa uppskrift því sæta kartaflan og appelsínan gefa mikinn safa en ef þér finnst þú þurfa meiri vökva, notaðu þá smá vatn.

 

 

Hráefni:

1 appelsína – án hýðis og steina

½ elduð og kæld sæt kartafla – stöppuð

3 bollar af grænkáli

2 msk af chia fræjum – leggja í bleyti í 5 mínútur

1 bolli af papaya – skorið í bita

Leiðbeiningar:

  1. Settu appelsínu, papaya og sætu kartöfluna fyrst í blandarann og láttu á góðan hraða.
  2. Nú setur þú grænkálið saman við og skellir á mesta hraðan og lætur ganga í 30 sek.

Ef þú vilt hafa drykkinn kaldann þá er mælt með að nota ferskt en frosið papaya.

Njótið vel!