Hráefni í franskar:
1 stór mjölbanani
1 tsk af kókósolíu fljótandi
c.a ¼ til ½ tsk af sjávarsalti eða bara eftir smekk
½ tsk af hvítlauksdufti
Forhitið ofninn í 220 gráður. Setjið bökunarpappír á plötu.
Afhýðið mjölbananann og skerið í helming – löngu leiðina,skerið síðan í mjóar ræmur, eða þá þykkt sem þið viljið hafa franskarnar ykkar. Og síðan í bita, eins stórar og þið viljið hafa franskarnar.
Takið skál og setjið mjölbanana bitana, kókósolíuna og saltið ásamt hvítlauksduftinu. Blandið mjölbanananum vel saman við svo allir bitar séu huldir blöndunni.
Setjið nú á bökunarplötuna og passið að franskarnar séu ekki yfirliggjandi hver annarri.
Bakið í 20 til 25 mínútur en fylgist vel með þeim svo ekkert brenni nú.
Þegar helmingur tímans er liðinn, snúið þá frönskunum við. Bakið þar til þær eru gull brúnar.
Látið kólna í nokkrar mínútur áður en borið er fram.
En bíðið við, uppskriftin af ídýfunni er eftir.
Svona líta mjölbananar út.
Hráefni í ídýfu:
1 avókadó
1 stór hvítlauksgeiri, hreinsaður og saxaður smátt
Safi úr einu lime
2 msk til ¼ bolli af vatni – þú gætir þurft meira
2 msk af ólífuolíu
Sjávarsalt eftir smekk
Leiðbeiningar:
Skerið avókadó í tvennt og fjarlægið steininn og hýðið. Setjið kjötið af avókadó í blandara á mikinn hraða. Bætið svo við hvítlauk, lime safa og salti. Látið blandast þar til þetta er mjúkt og fínt. Hellið vatni afar hægt saman við til að ídýfan verði ekki of þunn. Síðan hellið hægt ólífuolíunni. Látið þetta nú hrærast vel saman á góðum hraða.
Njótið~