Flottir sem meðlæti eða bara einir og sér til að narta í.
Þessi uppskrift er fyrir 4-6 og einfalt að stækka hana.
3-4 stórar kartöflur – skera í báta
4 msk af ólífuolíu eða þinni uppáhalds
2 tsk af salti
2 tsk af hvítlauksdufti
2 tsk af ítölsku kryddi (Italian seasoning)
½ bolli af rifnum parmesan osti
Val: fersk steinselja eða kóríander. Ranch eða gráðostadressing sem ídýfu. (sjá neðar uppskrift fyrir gráðosta ídýfu)
Forhitið ofninn í 210 gráður.
Berið olíu létt á bökunarpappír sem settur er á plötuna. Setjið til hliðar.
Setjið nú kartöflubátana í skál og hellið olíunni yfir og hristið vel saman.
Takið litla skál og þeytið saman salti, hvítlauksdufti og ítölsku kryddblöndunni.
Setjið nú ostinn á kartöflubátana og passið að ostur fari á alla báta. Nú má setja kryddblönduna yfir og blanda þessu saman. Passið bara að bátarnir detti ekki í sundur.
Setjið nú kartöflubátana á bökunarpappírinn með hýðið niður og látið bakast í 25-35 mínútur eða þar til bátarnir eru mjúkir og gylltir.
Dreifið svo yfir þá ferskri steinselju þegar þú tekur plötuna úr ofninum.
½ gráðostur
Klípa af hvítlauksdufti
½ bolli af sýrðum rjóma
½ bolli af létt majónesi – eða heimagerðu mæjó – SJÁ HÉR.
¼ tsk af tahini
Skvetta af sítrónusafa – ferskum
Skvetta af eplaediki
Taktu meðal stóra skál og blandaðu öllu saman nema gráðostinum.
Gott er að smakka þetta til.
Blandið þessu vel saman. Á að vera örlítið þykkt eða svona eins og ídýfur eru.
Myljið gráðostinn niður og bætið í ídýfuna. Reynið að hafa ekki of mikið af stórum ostabitum.
Hrærið þessu vel saman.