Þessi réttur er fyrir ca. fjóra.
Innihald: / 4 rauðlaukar / 1 1/2 msk ólífuolía / 1 bolli (20 g) rucola salat / 15 gsteinseljulauf / 60 g mjúkur geitaostur (hægt að nota fetaost eða jafnvel Havarti) / smásalt og svartur pipar.
Salsa: / 65 g valhnetur / 1 rautt chili / 1 hvítlauksgeiri / 3 msk rauðvínsedik / 1 msk ólífuolía / smá himalayan salt.
Til að bera fram setjið rucola salat og steinselju á fat. Setjið heita laukana ofan á (ekki taka þá í sundur), ostinn og helminginn af salsanu.
Enn og aftur Ottolenghi. Ég bara eeelska hann. Sætleiki rauðlaukanna leikur hér aðalhlutverkið en hann eykst einmitt þegar rauðlaukur er grillaður eða bakaður. Frábært meðlæti með allskonar mat.
Það þarf ekkert endilega að hafa salsað með en grillaður rauðlaukur ásamt smá granateplum svínvirkar.
Uppskrift frá ljomandi.is