Og ég tala nú ekki um næringargildi berjanna, full af vítamínum og steinefnum eins og t.d A, C og B2-vítamínum, zink, kalk og beta carotene. Allt nauðsynleg efni fyrir líkamann.
Uppskrift er fyrir tvo.
2 bollar af mjólk – helst hafra,möndlu eða kókósmjólk
2 epli – rifin – með eða án hýðis
1 bolli af hörfum
2-3 msk af maple sýrópi
3 msk af rúsínum
½ tsk af vanillu dufti
1 tsk af kanil
½ tsk af applepie spice – ef finnst ekki þá má nota aukalega ½ tsk af kanil
Á toppinn: Rúsínur, goji ber og það sem hugurinn girnist svo framanlega sem það er hollt.
Setjið mjólkina og rifna eplið í pott og látið suðuna koma upp.
Þegar suðan er að koma upp hrærið þá höfrum saman við og lækkið hitann vel niður.
Leyfði að malla í 7-10 mínútur og hrærið öðru hvoru til að grauturinn festist ekki í botninum á pottinum. Það má bæta við mjólk ef þarf.
Bætið nú við sýrópi og rúsínum og hrærið vel saman og slökkvið á hitanum.
Setjið nú vanilluna, kanil og applepie spice ef þú átt, saman við. Blandið vel.
Smakkið til og það má krydda meira með kanil ef þess þarf.
Setjið í tvær skálar, skreytið með berjum og rúsínum og því sem ykkur langar í svo framanlega sem það er hollt.